Sjö fórust þegar lítil flugvél brotlenti í skógi við norðurströnd Lake Ontario í austurhluta Kanada.
Flugvélin var af gerðinni Piper PA-32 og var á leið frá Buttonville-flugvelli í Toronto til Kingston í Ontario þegar hún hvarf af ratsjám.
Viðbragðsaðilar fóru á vettvang og fundu brakið í skóginum, skammt frá áætluðum lendingarstað.
Allir sem voru um borð fórust. Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins.