Margir slasaðir í Lundúnum

Rannsókn stendur yfir á vettvangi árásarinnar.
Rannsókn stendur yfir á vettvangi árásarinnar. AFP

Skýrari mynd er að komast á atburðarásina á London Bridge í miðborg Lundúna, eftir hnífaárás á brúnni skömmu fyrir kl. 14 að staðartíma. BBC greinir frá að fjöldi fólks hafi orðið fyrir stungusárum og einn maður verið skotinn til bana af lögreglu. Er málið rannsakað sem „hryðjuverkatengt“ atvik. Fréttaveitan PA segir fimm hafa særst.

Eitt vitni lýsti átökum á brúnni á milli hóps manna og eins manns sem talinn er vera árásarmaðurinn. Lögreglu bar þar að skömmu síðar og skaut manninn. Upptökur af hluta atburðarásarinnar hafa birst á samfélagsmiðlum og má sjá jakkafataklæddan mann fjarlægjast hópinn með hníf í hendi, og líklegt að um sé að ræða vopn sem vegfarendum tókst að taka af árásarmanninum.

Óðagot myndaðist á vettvangi í kjölfar árásarinnar og sýna upptökur og ljósmyndir fjölda almennra borgara flýja svæðið.

Þá greinir BBC frá að svo virðist sem árásarmaðurinn hafi verið klæddur gervi-sprengjuvesti. Götur og neðanjarðarlestarstöðvar í nágrenni London Bridge eru enn lokaðar. Í yfirlýsingu frá lögreglu Lundúnaborgar segir að að svo stöddu sé ekkert vitað um ástæðu árásarinnar.

Að sögn BBC er stutt síðan viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Bretlandi var lækkað, en viðbúnaðarstigið er endurskoðað á hálfs árs fresti.

Sjá máttí hvítan vöruflutningabíl þversum á brúnni. Ekki liggur fyrir …
Sjá máttí hvítan vöruflutningabíl þversum á brúnni. Ekki liggur fyrir hvort flutningabíllinn tengist árásinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert