Skotum hleypt af á London Bridge

Mynd frá vettvangi árásarinnar í dag.
Mynd frá vettvangi árásarinnar í dag. AFP

London Bridge hefur verið lokað vegna átaka, að því er segir á vef BBC. Fréttamaður BBC sá hóp manna í átökum á brúnni, þá bar lögreglu að og skotum var hleypt af. Lögreglan í London hefur staðfest þetta og vísað fólki frá.

Sky News segir fimm hafa orðið fyrir áverkum og að lögreglan hafi skotið meintan árásarmann. Talið er að maðurinn hafi ráðist á fólkið með hnífi. Fram kemur í frétt AFP að árásarmaðurinn sé nú í haldi lögreglu. BBC hefur eftir lögreglu að málið sé meðhöndlað sem hryðjuverk. 

Í júní 2017 var gerð hryðjuverkaárás á London Bridge þegar þrír menn óku sendibíl á hóp fólks og réðust að því búnu á fólkið og drápu átta manns. Fyrr í þessum mánuði lækkaði Bretland hryðjuverkastigið í landinu og er það nú hið lægsta síðan 2014, en atvik á borð við það sem gerðist nú rifjar upp fyrri atburði, meðal annars á brúnni. 

Fréttin verður uppfærð.

Lögreglan er með mikinn viðbúnað við London Bridge í miðborg …
Lögreglan er með mikinn viðbúnað við London Bridge í miðborg Lundúna. AFP
Vopnaðir lögreglumenn mættu fljótt á staðinn eftir að fregnir bárust …
Vopnaðir lögreglumenn mættu fljótt á staðinn eftir að fregnir bárust af árás á London Bridge. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert