Trump blandi sér ekki í kosningabaráttuna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið Donald Trump um að skipta sér ekki af þingkosningunum í Bretlandi 12. desember.

Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá þessu.

Trump kemur til Lundúna í næstu viku en þar sækir hann meðal annars NATO-þing. Þetta er þriðja heimsókn Trumps til Bretlands síðan hann varð forseti í janúar 2017.

Mun Johnson hafa rifjað upp framgöngu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sem sagði að Bretland færi aftast í röðina hvað varðar viðskiptasamninga við Bandaríkin ef landið gengi úr ESB. Stuðningsmenn útgöngu úr ESB gagnrýndu þau ummæli sem inngrip í innanríkismál Bretlands. Til dæmis sagði Nigel Farage, formaður Breska sjálfstæðisflokksins, að með ummælunum væri Obama að tala niður Bretland.

Elísabet Bretlandsdrottning tekur á móti þjóðarleiðtogum í Buckingham-höll þriðjudaginn 3. desember. Haldið er upp á 70 ára afmæli NATO í ár.

Hægt er að kynna sér dagskrá NATO-fundarins hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert