Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið Donald Trump um að skipta sér ekki af þingkosningunum í Bretlandi 12. desember.
Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá þessu.
Trump kemur til Lundúna í næstu viku en þar sækir hann meðal annars NATO-þing. Þetta er þriðja heimsókn Trumps til Bretlands síðan hann varð forseti í janúar 2017.
Mun Johnson hafa rifjað upp framgöngu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sem sagði að Bretland færi aftast í röðina hvað varðar viðskiptasamninga við Bandaríkin ef landið gengi úr ESB. Stuðningsmenn útgöngu úr ESB gagnrýndu þau ummæli sem inngrip í innanríkismál Bretlands. Til dæmis sagði Nigel Farage, formaður Breska sjálfstæðisflokksins, að með ummælunum væri Obama að tala niður Bretland.
Elísabet Bretlandsdrottning tekur á móti þjóðarleiðtogum í Buckingham-höll þriðjudaginn 3. desember. Haldið er upp á 70 ára afmæli NATO í ár.
Hægt er að kynna sér dagskrá NATO-fundarins hér.