Yasuhiro Nakasone látinn

Yasuhiro Nakasone var forsætisráðherra Japans 1982 —1987 og sat á …
Yasuhiro Nakasone var forsætisráðherra Japans 1982 —1987 og sat á þingi í yfir hálfa öld. AFP

Yasuhiro Nakasone, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést í dag 101 árs að aldri. Nakasone var mikill íhaldsmaður og þjóðernissinni og einn áhrifamesti forsætisráðherra Japans. 

Nakasone var forsætisráðherra 1982 — 1987 og sat á þingi í yfir hálfa öld. Efnahagsmál voru í forgrunni hjá Nakasone og lagði hann áherslu á að efla samstarf Japans og Bandaríkjanna, sérstaklega í varnarmálum. Þá voru hann og Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, mestu mátar og áttu í góðum samskiptum. 

Nakasone var fyrsti japanski forsætisráðherrann sem heimsótti Suður-Kóreu, sem var japönsk nýlenda frá 1910 til loka seinni heimsstyrjaldarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert