Annað fórnarlambanna nafngreint

Merritt var stunginn til bana af árásarmanninum, sem hafði áður …
Merritt var stunginn til bana af árásarmanninum, sem hafði áður afplánað dóm vegna hryðjuverka. AFP

Annað fórnarlamba hnífstunguárásarinnar sem átti sér stað á London Bridge í gær, föstudag, hefur verið nafngreint í breskum fjölmiðlum sem hinn 25 ára gamli Jack Merritt.

Merritt útskrifaðist úr Cambridge-háskóla og var staddur í London vegna ráðstefnu um endurhæfingu fanga, en hann starfaði hjá fyrirtækinu sem stóð fyrir ráðstefnunni, Learning Together.

Merritt var stunginn til bana af árásarmanninum, sem hafði áður afplánað dóm vegna hryðjuverka.

Faðir Merritt lýsir honum sem fallegri sál á Twitter. Kona, sem einnig lést í árásinni, hefur ekki verið nafngreind. Þrír aðrir særðust áður en lögregla skaut árásarmanninn til bana.

View this post on Instagram

MPhil Mitchell

A post shared by Jack Merritt (@jackdavidmerritt) on Oct 21, 2017 at 9:51am PDT

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka