Íslamska ríkið lýsir árásinni á hendur sér

Enn er talsverður viðbúnaður við London Bridge.
Enn er talsverður viðbúnaður við London Bridge. AFP

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst árásinni á London Bridge, þar sem tveir voru stungnir til bana á föstudag, á hendur sér.

Maður á þrítugsaldri, sem var á reynslulausn eftir að hafa setið í fangelsi í sex ár fyrir áform um hryðjuverk, stakk karlmann og konu til bana og særði þrjá áður en hann var yfirbugaður af almenningi. Hann var skotinn til bana er lögregla mætti á staðinn.

Hryðjuverkasamtökin lýsa árásinni á hendur sér í yfirlýsingunni á fréttavef sínum, Amaq, og segja ódæðismanninn hafa verið stríðsmann íslamska ríkisins.

Lögreglan í Lundúnum segir þó ekkert benda til þess að árásarmaðurinn hafi ekki verið einn að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert