Vitni lýsir mikilli örvæntingu

Lögregluþjónar á London-brúnni í dag.
Lögregluþjónar á London-brúnni í dag. AFP

„Ég sá fólk deyja,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Bryonn Bain í samtali við BBC en hann varð vitni að því þegar tvennt var stungið til bana í hryðjuverkaárás á London-brúnni á föstudag.

Saskia Jones og Jack Merritt létust í árásinni en árásarmaðurinn, Usman Khan, var á endanum skotinn til bana. Jones og Merrit voru starfsfólk á ráðstefnu um endurhæfingu fanga en Khan hafði hlotið dóm fyrir hryðjuverk en var sleppt úr haldi í desember í fyrra.

Bain segir að Merritt hafi verið sá fyrsti sem bauð Khan birginn þegar hann réðst á fólk vopnaður hnífi á brúnni síðdegis á föstudag. 

Jack Merritt og Saskia Jones voru bæði stungin til bana …
Jack Merritt og Saskia Jones voru bæði stungin til bana í hryðjuverkaárásinni. AFP

„Þetta var eins og stríðssvæði,“ sagði Bain og bætti við að mikil örvænting hefði gripið um sig á brúnni þegar Khan réðst á fólk.

Bresk stjórnvöld íhuga nú að gera breytingar á öryggis- og fangelsislögum í kjölfar hryðjuverksins. 

Ef þú ert dæmd­ur fyr­ir al­var­legt hryðju­verka­brot, þá ætti að vera við því lág­marks­refs­ing upp á 14 ára fang­elsi og suma ætti aldrei að láta lausa,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, kenn­ir hins veg­ar niður­skurði rík­is­stjórna Íhalds­flokks­ins á sviði lög­gæslu, fang­els­is­mála og fé­lags- og geðheil­brigðismála um árás­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka