Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í góðum félagsskap í Buckingham-höll í kvöld þegar hún stillti sér upp ásamt öðrum þjóðarleiðtogum Atlantshafsbandalagsins og Elísabetu Bretadrottningu og Karli Bretaprinsi nú undir kvöld.
Katrín og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fund leiðtoga Atlantshafsbandslagsins í Lundúnum sem hófst í dag og lýkur á morgun.
Katrín sótti móttöku í Buckingham-höll í boði Bretadrottningar og kvöldverð í Downingstræti 10 í boði breska forsætisráðherrans.
Leiðtogafundurinn er haldinn í tilefni af sjötíu ára afmælisári Atlantshafsbandalagsins. Meginefni fundarins eru breytt öryggisumhverfi, horfur í afvopnunarmálum, aðgerðir gegn hryðjuverkum, fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland.