Gauguin-verk á 1,3 milljarða

Te Bourao II eftir Paul Gauguin.
Te Bourao II eftir Paul Gauguin. AFP

Málverk eftir franska listamanninn Paul Gauguin var selt á 9,5 milljónir evra, tæplega 1,3 milljarða króna, á uppboði í París í gær. Söluverðið er tæplega tvöfalt hærra en áætlað virði verksins.

Te Bourao eftir Paul Gauguin.
Te Bourao eftir Paul Gauguin. AFP

Málverkið Te Bourao II (sem þýðir tré á tungu íbúa á Tahítí ) er frá þeim tíma sem Gauguin dvaldi á Tahítí árið 1897. Töluvert hefur verið fjallað um málverkið og störf Gauguin á þessum tíma einkum og sér í lagi vegna sambands hans við ungar stúlkur á eyjunni og hvernig það birtist í verkum hans. 

Verkið Vahine no te vi eftir Paul Gauguin.
Verkið Vahine no te vi eftir Paul Gauguin. AFP

Kaupandinn er alþjóðlegur listaverkasafnari samkvæmt upplýsingum frá Artcurial-uppboðshúsinu. Verkið sem metið var á 5 milljónir evra, verður áfram í Frakklandi en þetta er eitt fárra verka frá Tahítí-tíma listamannsins sem enn er í einkaeigu. Síðast var verk Gauguin selt á uppboði í Frakklandi fyrir 22 árum. Undanfarin ár hafa listfræðingar beint sjónum sínum að ungum konum í verkum Gauguin og sambandi hans við þær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert