Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að deildin muni leggja fram ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot.
Hún segir að forsetinn hafi misnotað stöðu sína í pólitíska þágu.
„Lýðræðið okkar er í húfi. Forsetinn veitir okkur engra annarra kosta völ en að bregðast við,“ sagði Pelosi, sem er einnig leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni.
House Speaker Nancy Pelosi asks Congress to proceed with articles of impeachment, saying Trump's actions leave no choice. Follow live updates: https://t.co/Ij5UjEeND6 pic.twitter.com/RVEgPAudbL
— CNN Breaking News (@cnnbrk) December 5, 2019