Verkföll lama Frakkland

Allt útlit er fyrir að athafnalíf Frakklands lamist að mestu í dag þar sem milljónir taka þátt í verkfallsaðgerðum. Ástæðan fyrir vinnustöðvuninni eru breytingar á vinnumarkaði þar sem fólk er skyldað til þess að fara síðar á eftirlaun en áður eða þurfa að taka á sig skerðingu á eftirlaunum. 

Frá lestarstöð í París í morgun.
Frá lestarstöð í París í morgun. AFP

Starfsmenn skóla og almenningssamgangna, lögreglunnar, lögfræðistofa, spítala og flugvalla eru meðal þeirra sem taka þátt í verkfallinu í dag en vinnustöðvunin er sú víðtækasta í Frakklandi árum saman. Stéttarfélög eru ósátt við áætlanir forseta landsins, Emmanuel Macron, að breyta eftirlaunakerfinu í Frakklandi. 

AFP

Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi reynt að fá stéttarfélögin til að samþykkja málamiðlanir hefur það ekki tekst og því stefnir í að Frakkland lamist að mestu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að verkfallsaðgerðirnar njóti stuðnings 69% landsmanna og er stuðningurinn mestur meðal 18 — 34 ára. 

Lestarstöðvar eru lokaðar í París í dag.
Lestarstöðvar eru lokaðar í París í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert