Skotinn fyrir að verja heimili sitt

Nasu Abdulaziz var skotinn í handlegginn af ofbeldismönnum.
Nasu Abdulaziz var skotinn í handlegginn af ofbeldismönnum. Ljósmynd/Amnesty International

Nasu Abdulaziz er eins og hver annar ungur maður í Nígeríu. Hann er mikill fótbolta­áhuga­maður og hefur gaman af hjól­reiðum. En aðstæður hans eru einnig óvenju­legar þar sem hann berst fyrir rétti sínum til heim­ilis. Hann er einn þeirra sem er á bréfalista Amnesty International í ár.

„Nasu er 23 ára og hefði átt að vera að njóta lífsins en þess í stað komu vopn­aðir  menn með jarð­ýtur fyrir­vara­laust inn í hverfið hans, Otodo Gbame, í stór­borg­inni Lagos í Nígeríu. Að tilskipun stjórn­valda voru heimili hins gamal­gróna samfé­lags þar eyði­lögð, hús voru brennd og rifin, byssu­skotum hleypt af og lífs­við­ur­væri íbúanna lagt í rúst.

Árið 2017, kvöldið áður en síðustu brott­flutn­ing­arnir áttu sér stað, skutu ofbeld­is­menn Nasu í hand­legginn. Daginn eftir réðst sérsveit Lagos enn á ný inn í samfé­lagið, hleypti af byssu­skotum og beitti tára­gasi. Í ringul­reið­inni flúðu íbúarnir skelf­ingu lostnir og sumir stukku út í nærliggj­andi lón og drukknuðu. Talið er að níu manns hafi látið lífið og 15 er enn saknað.

Á endanum urðu 30 þúsund manns heim­il­is­lausir og neyddust til að búa í bátum, undir brúm eða hjá vinum og ættingjum. Nasu missti heimili sitt en hann heldur enn í vonina. Hann hefur gengið til liðs við Bandalag fátækra­hverfa og óform­legra byggða í Nígeríu, fjölda­hreyf­ingu fólks sem leggur allt í sölurnar til að tryggja réttinn til heim­ilis,“ segir á vef Íslandsdeildar Amnesty International.

Nasu Abdulaziz.
Nasu Abdulaziz. Ljósmynd/Amnesty International

Á hverju ári í kring­um alþjóðlega mann­rétt­inda­dag­inn 10. des­em­ber safn­ast millj­ón­ir bréfa, korta, SMS-ákalla og und­ir­skrifta í gegn­um alþjóðlegu mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal þar sem skorað er á stjórn­völd að gera um­bæt­ur í mann­rétt­inda­mál­um.

„Þessi ein­staki sam­stöðumátt­ur skil­ar raun­veru­leg­um breyt­ing­um í lífi þeirra sem minnst mega sín. Á hverju ári eru sam­viskufang­ar leyst­ir úr haldi, fang­ar hljóta mannúðlegri meðferð, þolend­ur pynd­inga sjá rétt­læt­inu full­nægt, fang­ar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri lög­gjöf breytt,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Am­nesty á Íslandi.

Hér er hægt að lesa um mál­in og skrifa und­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert