Greta Thunberg manneskja ársins hjá Time

Greta Thunberg er manneskja ársins hjá Time.
Greta Thunberg er manneskja ársins hjá Time. AFP

Greta Thunberg er manneskja ársins hjá bandaríska fréttatímaritinu Time. Thunberg, sem er 16 ára, er yngsta manneskjan sem hlýtur nafnbótina í 92 ára sögu tímaritsins.

Sænski loftslagsaðgerðasinninn er orðin eins konar tákn­mynd barna og ung­menna sem berj­ast gegn lofts­lags­vánni eftir að hún hóf að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum einsömul fyrir utan sænska þinghúsið fyrir rúmu ári.

Í dag er staðan önnur. Ungmenni hafa safnast saman um heim allan hvern föstudag og krafist aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Thunberg hefur hitt páfann, horfst í augu við Bandaríkjaforseta og hvatt fjórar milljónir manns til þátttöku í allsherjarverkfalli fyrir loftslagið síðastliðið haust. 

„Við getum ekki haldið áfram að lifa eins og það sé enginn morgundagur, því hann mun koma,“ segir Thunberg við blaðamann Time um borð í seglskútunni La Vagabonde, sem hún sigldi með til Lissa­bon yfir Atlants­hafið.

Thunberg er stödd í Madríd­ til að taka þátt í Lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP25.

Greta Thunberg er manneskja ársins hjá Time, sú yngsta sem …
Greta Thunberg er manneskja ársins hjá Time, sú yngsta sem hlotið hefur nafnbótina. Ljósmynd/Time
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert