Rafmagnslaust í aftakaveðri

Frá Bordeaux en þar hafa ár flætt yfir bakka sína.
Frá Bordeaux en þar hafa ár flætt yfir bakka sína. AFP

Aftakaveður gengur nú yfir suðurhluta Frakklands og eru að minnsta kosti 220 þúsund heimili án rafmagns. Veðrið hefur verið verst við héruð við Atlantshafið og um tíma mældist vindhraðinn 38 metrar á sekúndu. Fjórir slösuðust þegar tré féllu á bifreiðar þeirra og víða hefur þurft að loka fyrir umferð vegna trjáa á vegum. 

AFP

Um tíma í nótt voru 400 þúsund heimili án rafmagns í 14 sýslum. Viðvörun er enn í gildi í átta sýslum, flestum í Occitanie, auk Korsíku og hefur veðurofsinn haft áhrif á skipaumferð á þessum slóðum. 

Veðurstofa Frakklands hefur gefið út viðvörun vegna snjóflóðahættu í Ölpunum, ekki síst á vinsælum skíðasvæðum í Isere og Savoie.

Gefin hefur verið út viðvörun vegna snjóflóðahættu í Ölpunum.
Gefin hefur verið út viðvörun vegna snjóflóðahættu í Ölpunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka