Vilja kjósa um sjálfstæði Skotlands

Nicola Sturgeon var að vonum ánægð með fylgi Skoska þjóðarflokksins …
Nicola Sturgeon var að vonum ánægð með fylgi Skoska þjóðarflokksins en flokkurinn bætti við sig 13 þingsætum. AFP

Formaður Skoska þjóðarflokksins, Nicola Sturgeon, segir að sterk staða flokks hennar í þingkosningunum í gær styrki skoðun hennar á að halda eigi nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Hún segir að staðan nú og í fyrri kosningum sýni að Skotar eigi að fá að kjósa um framtíð sína. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum Skotlands í bresku þingkosningunum í gær.

Íhaldsflokkurinn fékk 364 þingsæti og bætti við sig 47 þingmönnum. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti og missti 59 þingmenn. Skoski þjóðarflokkurinn fékk eins og áður sagði 48 þingsæti og bætti við sig 13. Frjálslyndir demókratar fengu 11 og misstu einn þingmann. Lýðræðis­legi sam­bands­flokk­ur­inn á Norður-Írlandi, DUP, fékk 8 þingsæti og missti tvö. Önnur framboð fengu alls 15 þingsæti sem er tveimur þingsætum fleira en í síðustu kosningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert