Rauð viðvörun í Frakklandi

Frá Peyrehorade.
Frá Peyrehorade. AFP

Rauð veðurviðvör­un er í gildi fyr­ir nán­ast allt Suðvest­ur-Frakk­land og eru 40 þúsund heim­ili án raf­magns. Einn er lát­inn í óveðrinu sem hef­ur geisað frá því á fimmtu­dag og eins er saknað. 

Í Pyrénées-Atlant­ique-svæðinu í Baska­héraði hef­ur viðbúnaðarstigið verið lækkað í app­el­sínu­gult en þar lést sjö­tug­ur maður í gær þegar hann ók á tré sem hafði rifnað upp með rót­um og fallið á veg­inn. Fimm eru slasaðir, þar af tveir al­var­lega, eft­ir að tré féllu á bif­reiðar þeirra. 

Í Espeins í Lot-et-Garonne-héraði er manns á sjö­tugs­aldri saknað eft­ir að flóðbylgja hrifsaði hann með sér þegar hann skrapp út að sækja póst­inn sinn. Hans hef­ur verið leitað í all­an dag án ár­ang­urs. Allt er á floti í héraðinu og er rauð viðvör­un þar í gildi.

Flóð og aur­skriður lokuðu leiðum að skíðasvæðunum í Gourette og Artou­ste og er víða skort­ur á drykkjar­hæfu vatni. Bjarga þurfti 600 manns í Land­es-sýslu vegna þess að ár í sýsl­unni hafa flætt yfir bakka sína.

Í Ölp­un­um er snjóflóðaviðvör­un í gildi en held­ur hef­ur dregið úr hætt­unni í dag þar sem veðrið er að skána. Einnig hef­ur viðbúnaðarstig verið lækkað á Kors­íku en þar mæld­ist vind­hraðinn yfir 40 metr­ar á sek­úndu í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka