Sat í búri við dómsuppkvaðningu

Omar al-Bashir situr í búri sakborgnings á réttarhöldunum sem fóru …
Omar al-Bashir situr í búri sakborgnings á réttarhöldunum sem fóru fram í dag. AFP

Omar al-Bashir, fyrr­ver­andi for­seti Súd­ans, var í dag dæmd­ur í tveggja ára gæslu­v­arðhald. Bashir var dæmd­ur fyr­ir spill­ingu á grund­velli millj­óna doll­ara sem hann fékk frá Sádi-Ar­ab­íu en hann mun ekki fara í fang­elsi held­ur sitja inni í betr­un­ar­miðstöð. 

Það er vegna ald­urs Bashirs, sem er 75 ára gam­all. Súdönsk lög koma í veg fyr­ir að fólki sem er orðið eldra en 70 ára sé kastað í stein­inn. 

Fleiri kær­ur bein­ast að Bashir en þær tengj­ast vald­arán­inu árið 1989 sem færði hon­um völd yfir Súd­an, þjóðarmorðum og morðum á mót­mæl­end­um sem hann er sagður hafa fyr­ir­skipað fyrr á þessu ári, áður en hon­um var steypt af stóli í apríl síðastliðnum.

Gert að greiða rúm­an millj­arð

Bashir kom fyr­ir dóm­inn í búri íklædd­ur hefðbundn­um hvít­um jala­biya-kufli með túr­ban um höfuð sér. Meðan á rétt­ar­höld­un­um stóð kölluðu stuðnings­menn Bashirs að rétt­ar­höld­in væru póli­tísk. Þeim var skipað að yf­ir­gefa dómsal­inn en héldu mót­mæl­un­um áfram fyr­ir utan dóms­húsið. 

Stuðningsmenn Bashirs halda á mynd af fyrrum leiðtoga sínum. Þeir …
Stuðnings­menn Bashirs halda á mynd af fyrr­um leiðtoga sín­um. Þeir mót­mæltu dómn­um ásamt fleiri stuðnings­mönn­um Bashirs. AFP

Bashir hefði mest getað fengið tíu ára fang­els­is­dóm. Auk tveggja ára dóms­ins var hon­um gert að greiða 6,9 millj­ón­ir evra, 351.770 dali og 5,7 millj­ón­ir súd­anskra punda, en fjár­hæðirn­ar fund­ust all­ar á heim­ili hans. Sam­svara þær sam­an­lagt rúm­um millj­arði ís­lenskra króna. 

Að sögn lög­manna Bashirs verður dómn­um áfrýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert