Sökuð um að kalla kjósendur heimska

Breski þingmaðurinn Emily Thornberry.
Breski þingmaðurinn Emily Thornberry. AFP

Þingmaður­inn Em­ily Thorn­berry, sem orðið er við þátt­töku í fyr­ir­huguðu leiðtoga­kjöri inn­an breska Verka­manna­flokks­ins, hef­ur verið sökuð um að kalla kjós­end­ur í norður­hluta Eng­lands heimska sam­kvæmt frétt dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

Fram kem­ur í frétt­inni að deilt sé harka­lega inn­an Verka­manna­flokks­ins um það hver beri ábyrgð á sögu­lega slæmu gengi flokks­ins í þing­kosn­ing­un­um sem fram fóru í Bretlandi á fimmtu­dag­inn. Spjót­in bein­ist að for­ystu Verka­manna­flokks­ins og þá einkum Jeremy Cor­byn, leiðtoga flokks­ins. For­yst­an hafi hins veg­ar vísað á aðra.

Þannig hafi for­ysta Verka­manna­flokks­ins gagn­rýnt breska rík­is­út­varpið BBC fyr­ir að hafa hjálpað Íhalds­flokkn­um og leiðtoga hans, Bor­is John­son, að sigra kosn­ing­arn­ar. For­ystu­menn inn­an Verka­manna­flokks­ins hafi einnig haft á orði að gyðing­ar ættu sök á slæmu gengi flokks­ins. Nú bæt­ist heimsk­ir kjós­end­ur við list­ann.

Hyggst fara með málið fyr­ir dóm­stóla

Thorn­berry, sem sit­ur á þingi fyr­ir kjör­dæmi í norður­hluta London þar sem meiri­hluti kjós­enda studdi áfram­hald­andi veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í land­inu 2016, er sögð hafa sagt við ann­an þing­mann, sem sit­ur á þingi fyr­ir kjör­dæmi hvar meiri­hlut­inn kaus með út­göngu úr sam­band­inu, að hún væri ánægð með að kjós­end­ur henn­ar væru ekki eins heimsk­ir og hans.

Carol­ine Flint, fyrr­ver­andi þingmaður Verka­manna­flokks­ins sem tapaði þing­sæti sínu fyr­ir kjör­dæmið Don Valley í norður­hluta Eng­lands til Íhalds­flokks­ins, greindi frá meint­um um­mæl­um Thorn­berrys. Thorn­berry hef­ur vísað því á bug að hafa látið þau falla. Haft er eft­ir Thorn­berry að hún íhugi að leita rétt­ar síns gagn­vart Flint.

Thorn­berry seg­ist hafa gefið Flint frest til þess að draga um­mæli sín til baka en Flint neitað því. Fyr­ir vikið neydd­ist hún til þess að leita til dóms­mála vegna máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert