Áfram afgerandi kynslóðabil í breskum stjórnmálum

Jeremy Corbyn og Boris Johnson í kappræðum BBC fyrir kosningar. …
Jeremy Corbyn og Boris Johnson í kappræðum BBC fyrir kosningar. Íhaldsflokkur Johnsons vann stórsigur í kosningunum, en aldursdreifing kjósenda flokkanna tveggja er afar ólík. AFP

Ung­ir kusu Verka­manna­flokk­inn og þeir eldri Íhalds­flokk­inn í ný­af­stöðnum þing­kosn­ing­um í Bretlandi, sam­kvæmt niður­stöðum kosn­ing­a­rann­sókn­ar sem breska fyr­ir­tækið YouGov hef­ur fram­kvæmt á síðustu dög­um.

Tæp­lega 42.000 manns svöruðu könn­un­inni og eins og sjá má hér að neðan var mikið kyn­slóðabil að merkja í svör­um kjós­enda. Um það bil helm­ing­ur kjós­enda und­ir fer­tugu sagðist hafa kosið Verka­manna­flokk­inn, sem beið þrátt fyr­ir það af­hroð í kosn­ing­un­um á fimmtu­dag.

Þeir sem eldri eru kusu Íhalds­flokk­inn og fer stuðning­ur við Íhalds­flokk­inn stig­hækk­andi eft­ir aldri, á meðan að hið þver­öfuga á við um Verka­manna­flokk­inn. Þetta má glögg­lega sjá í graf­inu hér að neðan.

Graf/​YouGov


Fleiri ung­ir völdu Íhalds­flokk­inn núna en síðast

Ald­ur hef­ur verið lyk­il­skýr­ing­ar­breyta í bresk­um stjórn­mál­um frá þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um út­göngu Bret­lands úr Evr­óp­sam­band­inu árið 2016. Þá kaus meiri­hluti yngri kjós­enda að vera áfram í ESB, en meiri­hluti þeirra sem eru eldri eru vildi yf­ir­gefa sam­bandið. Í þing­kosn­ing­un­um árið 2017 var einnig mikið kyn­slóðabil, en það hef­ur raun­ar minnkað síðan þá þrátt fyr­ir að vera enn mjög af­ger­andi.

Á vef YouGov seg­ir að skurðpunkt­ur­inn, sá ald­ur þar sem kjós­andi verður lík­legri til þess að kjósa Íhalds­flokk­inn en Verka­manna­flokk­inn, sé nú kom­inn niður í 39 ár, en í kosn­ing­un­um árið 2017 voru kjós­end­ur yfir 47 ára aldri lík­legri til þess að kjósa Íhalds­flokk­inn. Íhalds­flokkn­um gekk því bet­ur að ná til unga fólks­ins nú.

Þeir sem vilja út úr ESB kusu John­son

Í könn­un YouGov voru þátt­tak­end­ur spurðir um af­stöðu sína til Brex­it í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni árið 2016. Í ljós kom, meðal ann­ars, að 74% þeirra sem sögðust hafa kosið með út­göngu úr ESB hefðu kosið Íhalds­flokk­inn nú, en Verka­manna­flokkn­um tókst að sama skapi ein­ung­is að fá tæp­an helm­ing þeirra sem vildu vera áfram í ESB til þess að kjósa sig.

Graf/​YouGov
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert