Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði leiðtogum stjórnarandstöðunnar innan raða demókrata á Bandaríkjaþingi að ákæra gegn honum væri tilraun til valdaráns sem væri að „grafa undan bandarísku lýðræði“.
Í miklu reiðibréfi, yfir fimm blaðsíðna löngu, sem hann skrifaði sagði hann um Nancy Pelosi, leiðtoga demókrata í fulltrúadeild þingins, að sagan myndi dæma hana grimmilega.
Trump minntist Salem-réttarhöldin í Bandaríkjunum á 17. öld og sagði réttindi hans vera minni en hjá þeim sem voru ákærð þá.
Forsetinn er sakaður um að misnota vald sitt og hindra framgang rannsóknar þingsins á því hvernig hann reyndi að setja þrýsting á stjórnvöld í Úkraínu til að ráðast á pólitískan andstæðing í komandi forsetakosningum.
Búist er við að fulltrúadeildin greiði atkvæði um málið á morgun. Verði ákæran samþykkt verður Trump þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem verður ákærður fyrir brot í embætti og þarf að svara til saka fyrir öldungadeild þingsins.
Trump sagðist á blaðamannafundi ekkert hafa gert af sér. „Þetta er algjör vitleysa,“ sagði hann um málið í heild sinni.