Drekki ekki kampavín með auðkýfingum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur fyr­ir­skipað ráðherr­um sín­um að sniðganga viðskiptaráðstefn­una í Dav­os í Sviss sem fram fer í næsta mánuði. Það sé ekki í for­gangi hjá rík­is­stjórn­inni að drekka kampa­vín með auðkýf­ing­um.

Haft er eft­ir heim­ild­ar­manni inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að áhersla stjórn­ar­inn­ar sé á það að vinna að hags­mun­um bresku þjóðar­inn­ar en ekki að drekka kampa­vín með auðkýf­ing­um.

Heim­ild­armaður­inn seg­ir enn frem­ur við blaðið að ráðstefn­an fari auk þess fram á síðari hluta janú­ar þegar Bret­land verði á leið úr Evr­ópu­sam­band­inu. Áhersla stjórn­valda verði á fram­kvæmd út­göng­unn­ar.

Vís­ar heim­ild­armaður­inn því á bug að ákvörðun John­sons væri til marks um það að Bret­land ætlaði ekki að taka virk­an þátt í alþjóðlegu sam­starfi. Þannig verði Bret­ar til að mynda gest­gjaf­ar vegna loft­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna á næsta ári.

Rifjað er upp í frétt­inni að John­son hafi áður lýst efa­semd­um sín­um um gagn­semi þess að sækja viðskiptaráðstefn­una í Dav­os skömmu fyr­ir þjóðar­at­kvæðið 2016 þar sem meiri­hluti breskra kjós­enda ákvað að Bret­land skyldi yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert