Saka Egypta um að hafa spunnið lygavef

Giulio Regeni minnst fyrir utan egypska sendiráðið í Róm.
Giulio Regeni minnst fyrir utan egypska sendiráðið í Róm. AFP

Ítalskir saksóknarar saka egypsk yfirvöld um að hafa viljandi reynt að beina rannsókn á dauða ítalska námsmannsins Giulio Re­geni frá sannleikanum.

Giulio Re­geni, 28 ára doktorsnemi við Cambridge-há­skóla, hvarf í Kaíró í janú­ar 2016. Vitni í rann­sókn vegna dauða hans hef­ur hins veg­ar upp­lýst sak­sókn­ara á Ítal­íu um að það hafi heyrt egypskan ör­ygg­is­lög­reglu­mann tala um „ít­alska mann­inn“ að því er ít­alska dag­blaðið La Repubblica grein­ir frá.

Gáfu egypsk yf­ir­völd upp­haf­lega í skyn að Re­geni hefði dáið í bíl­slysi, en drógu þá full­yrðingu síðar til baka og sögðu hann hafa verið drep­inn af glæpa­gengi sem í kjöl­farið hefði verið eytt í skot­b­ar­daga við lög­reglu. Hafa þau alltaf neitað því að ör­ygg­is­lög­regl­an hafi átt þátt í dauða Re­genis.

Ítalskir saksóknarar segja að egypska lögreglan hafi spunnið lygavef í tengslum við dauða Regenis.

Saksóknarinn Sergio Colaiocco sagði að Regeni hefði verið pyntaður „af og til“ frá 25. janúar 2016 og þangað til hann lést. Eftir krufningu á Ítalíu sé það ljóst að Regeni hafi verið laminn með ýmsum áhöldum en banamein hans hafi verið hálsbrot.

Mótmælendur krefjast þess hér að sannleikurinn um dauða ítalska námsmannsins …
Mótmælendur krefjast þess hér að sannleikurinn um dauða ítalska námsmannsins Giulio Regeni rati fram í dagsljósið. AFP

Egyptar neita því að Regeni hafi látist í varðhaldi en segja hins vegar að öryggissveitir hafi fylgst með ferðum hans.

„Lygasögum var dreift til að reyna að eyðileggja rannsóknina nánast um leið og líkið fannst,“ sagði Colaiocco. 

Auk lygasögunnar um að Ítalinn hefði látist í bílslysi héldu Egyptar því fram að vegna þess að líkið var nakið lægju kynferðislegar ástæður að baki dauða hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert