Tvö myrt í Maniitsoq á Grænlandi

Maniitsoq er tæplega þrjúþúsund manna bæjarfélag á samnefndri eyju við …
Maniitsoq er tæplega þrjúþúsund manna bæjarfélag á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands. Kort/Google

Grænlenska lögreglan leitar nú morðingja, eftir að karl og kona á miðjum aldri fundust látin í íbúð í bænum Maniitsoq á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands í nótt. Lögreglu barst tilkynning um málið kl. 1:30 í nótt, eftir að lík fólksins höfðu fundist.

Fram kemur í fréttatilkynningu grænlensku lögreglunnar, sem bæði ríkismiðillinn KNR og fréttavefur Sermitsiaq greina fá, að augljóst sé að fólkið hafi verið stungið til bana með hníf.

Þrír rannsakendur frá ríkislögreglu Danmerkur hafa verið kallaðir til Grænlands til þess að rannsaka vettvang glæpsins.

Maniitsoq er tæplega þrjúþúsund manna bæjarfélag á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert