Airbnb ekki fasteignamiðlun

Airbnb er líklega ánægt með niðurstöðuna.
Airbnb er líklega ánægt með niðurstöðuna. AFP

Leigumiðlunarvefsíðan Airbnb fagnaði sigri fyrr í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að fyrirtækið væri ekki „fasteignamiðlun“ (e. estate agent). Úrskurðaði dómstóllinn að Airbnb væri fremur samfélags- og upplýsingaþjónusta (e. information society service).

Málið á rætur að rekja til baráttu hótelrekenda í Frakklandi sem vildu meina að Airbnb starfaði sem fasteignaleigufyrirtæki, og ætti því að vera skráð og lúta frönskum lögum sem slíkt. 

Lögmenn Frakklands í málinu sögðu m.a. að ekki einungis tengdi Airbnb saman tvo hópa, leigusalann og leigjandann, heldur starfaði það sem eins konar ólögmætur leigumiðlari. Eins og áður segir féllst Mannréttindadómstóllinn ekki á þetta, heldur sé þjónustan í grunninn frekar „tól til að koma leigusölu á framfæri og til að finna gistingu til leigu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka