Frá Jesúm til Trump

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sést hér á herflugvelli í gær.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sést hér á herflugvelli í gær. AFP

Þingmaður repúblikana segir að framkoman í garð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé verri en í garð Jesú áður en hann var krossfestur. Ummæli þingmannsins hafa valdið fjaðrafoki á samfélagsmiðlum og þykir ýmsum of langt gengið.

„Ég vil að þið hafið þetta í huga: Þegar Jesúm var ranglega ásakaður um landráð gaf Pontíusi Pílatus Jesú færi á að mæta ákærendum sínum,“ sagði þingmaðurinn Barry Loudermilk á þingi í gær. Hann er þingmaður Georgíu. 

„Við þau fölsku réttarhöld veitti Pontíus Pílatus Jesú meiri réttindi en demókratar hafa veitt þessum forseta og þessu ferli,“ sagði Loudermilk og vísaði þar til nýlenduherra Rómverja í Júdeu.

Formaður dóms­mála­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings­ins, Jerry Nadler, skaut til baka á þingmanninn og sagði að forsetanum hafi verið gefið færi á að koma og bera vitni fyrir nefndinni en ákveðið að gera það ekki.

„Trump til Jesús“ varð fljótlega afar vinsælt myllumerki á samfélagsmiðlum en Loudermilk var alls ekki eini þingmaðurinn sem vísaði til krossfestingar Jesús við umræðurnar í gær.

Fred Keller, þingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu, vísaði einnig til Jesú á krossinum: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.

AFP

James Martin, bandarískur jesúíta-prestur og rithöfundur, sagði á Twitter að hann teldi að það væri nú talsverður munur á þeirri meðferð sem Trump fengi og Jesúm. Pílatus lét berja og húðstrýkja Jesúm, lét hann dúsa í fangelsi yfir nótt, lét hann ganga um götur með krossinn á bakinu og síðan negldur á krossinn og látinn hanga þar þangað til hann dó. „Að bera saman meðferðina á forsetanum og þjáningar Jesúm er fáránlegt. Jafnframt er aðeins annar þeirra syndlaus,“ segir Martin. 

Charlotte Clymer, blaðafulltrúi bandarísku LGBT-samtakanna, segir að Trump geti gert fólk ruglað í ríminu þar sem hann eigi það til að breyta öllu í vín. En samkvæmt Biblíunni var það fyrsta kraftaverk Jesúm að breyta vatni í vín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert