Huawei setur ekki upp 5G á Grænlandi

Kínverski tæknirisinn Huawei hefur verið í deiglunni vegna meintra tengsla …
Kínverski tæknirisinn Huawei hefur verið í deiglunni vegna meintra tengsla við kínversk stjórnvöld og hafa Bandaríkjamenn til að mynda varað við því að ríki leyfi aðkomu Huawei að uppsetningu 5G. AFP

Grænlenska símfyrirtækið Tele Greenland hefur staðfest að Ericsson verði fyrir valinu vegna uppsetningar 5G-kerfis í landinu, fremur en Huawei. Frá þessu er greint á vef Sermitsiaq.

Kínverski tæknirisinn Huawei hefur verið í deiglunni vegna meintra tengsla við kínversk stjórnvöld og hafa Bandaríkjamenn til að mynda varað við því að ríki leyfi aðkomu Huawei að uppsetningu 5G.

Þá vakti það mikla athygli hér- og erlendis í síðustu viku þegar upptökur af samtali viðskiptaráðherra Færeyja og ráðuneytisstjóra hans voru birtar, en þar kom fram að sendiherra Kína í Danmörku hefði hótað æðstu ráðamönnum Færeyja því að ekki yrði gerður fríverslunarsamningur á milli Kína og Færeyja ef Huawei fengi ekki samning við fær­eyska síma­fyr­ir­tækið Føroya Tele um upp­bygg­ingu 5G-fjar­skipta í eyja­klas­an­um.

Samkvæmt forsvarsmanni Tele Greenland var ákvörðunin um að gera samning við Ericsson tekin fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert