Neyðarástand í Ástralíu

Reykur frá kjarreldum liggur yfir Sydney.
Reykur frá kjarreldum liggur yfir Sydney. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New South Wales í Ástralíu en þar er óttast að hitabylgjan eigi eftir að bæta enn á þær hörmungar sem ríkið hefur gengið í gegnum vegna kjarrelda sem þar geisa.

Á þriðjudag mældist meðalhitinn í Ástralíu 40,9 gráður og er þetta hæsti meðalhiti sem þar hefur mælst frá því mælingar hófust. Metið er þegar fallið þar sem meðalhitinn hækkaði um eina gráðu í dag. Þar mældist meðalhitinn í landinu 41,9 gráður í dag.

AFP

Yfirvöld í New South Wales berjast nú við um 100 kjarrelda en hættuástandið hefur varað í mánuði.

Ríkisstjóri NSW, Gladys Berejiklian, lýsti í dag yfir vikulöngu neyðarástandi vegna spár um versnandi veðurskilyrði. Einkum vegna þess hversu mikill vindur á að fylgja hitabylgjunni. Spáð er um 45 gráða hita í hluta ríkisins í dag, en Sydney er höfuðstaður NSW.

Hér er hægt að fylgjast beint með fréttum frá Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert