„Róttækasta stefnuræða drottningar síðari ára“

Elísabet Englandsdrottning flutti stefnuræðu á breska þinginu í dag, aðeins …
Elísabet Englandsdrottning flutti stefnuræðu á breska þinginu í dag, aðeins níu vikum eftir að hún flutti síðustu stefnuræðu. AFP

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Boris Johnson og er stefnan sett á útgöngu 31. janúar. Þetta er meðal þess sem fram kom í stefnuræða Elísabetar Englandsdrottningar á breska þinginu í dag. Aðeins níu vikur eru síðan drottningin flutti síðast stefnuræðu og þá var forgangsmálið það sama — Brexit. 

Breska þingið kom saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningarnar í síðustu viku þar sem Íhaldsflokkurinn tryggði sér meirihluta á þinginu og því ætti það að vera leikur einn fyrir ríkisstjórnina að koma málum sínum í gegnum þingið. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, á leið í þingsal í dag. AFP

Johnson segir stefnuræðu drottningar, sem sam­in af liðsmönn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, vera „þá róttækustu síðari ára“. Drottningin stiklaði á stóru um stóreflda heilsugæslu, eflingu skólamála, harðari refsingar fyrir alvarlega glæpi og metnaðarfyllstu umhverfislöggjöf veraldar. 

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði mörg loforð Johnsons vera skopstælingu á stefnumálum Verkamannaflokksins en án allra undirstöðuatriða.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka