Boeing mistókst ætlunarverk í geimnum

Myndinni var smellt af þegar farið hóf sig á loft …
Myndinni var smellt af þegar farið hóf sig á loft í morgun. AFP

Stairliner geimfari Boeing mistókst í dag að ná meginmarkmiði sínu um að leggjast að Alþjóðlegu geimstöðinni. Galli sem tengdist klukku geimfarsins olli því að það brenndi of miklu eldsneyti. 

Prófunarflugið, sem farið fór í án áhafnar, var lykilatriði í áætlun NASA um að binda endi á það að Bandaríkin reiddu sig á rússneskar geimflaugar. Bilun geimfarsins er nýtt áfall fyrir flugvélaframleiðandann Boeing sem er nú stadd­ur í miðri ör­yggis­kreppu vegna 737 MAX-þotu sinn­ar.

Inni í geimfarinu var gína sem leit út eins og Rosie the Ri­veter, menn­ing­ar­legt tákn úr síðari heims­styrj­öld sem veitti fjölda kvenna inn­blást­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert