Tvö skemmtiferðaskip rákust saman á Karíbahafinu í dag. Áreksturinn náðist á myndskeið sem sjá má neðst í fréttinni.
Bæði skipin eru í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Carnival Cruise Line is, sem er með höfuðstöðvar í Flórída. Skipin voru stödd við höfnina á mexíkósku eyjunni Cozumel þegar annað skipið, Carnival Glory rakst á Carnival Legend með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu í gluggum á því síðarnefnda. Bæði skipin eru um 290 metrar að lengd.
Einn farþegi slasaðist þegar verið var að rýma þilfar á Carnival Legend í kjölfar þess að „Dýrðin“ og „Goðsögnin“ rákust saman.