Ghani endurkjörinn en Abdullah kærir úrslitin

Ashraf Ghani, forseti Afganistans.
Ashraf Ghani, forseti Afganistans. AFP

Ashraf Ghani, nú­ver­andi for­seti Afganistans, var endurkjörinn í kosningum sem fóru fram í landinu í lok september. Niðurstöðurnar lágu ekki fyrir fyrr en í morgun, rétt tæpum þremur mánuðum eftir kosningarnar.

Ghani fékk 50,64% atkvæða en frambjóðandi þurfti að að fá yfir helming greiddra atkvæða í fyrstu umferð til að tryggja sér embættið.

Mótframbjóðandi Ghani, Abdullah Abdullah, hlaut 39,52% atkvæða.

Frambjóðendum er heimilt að kæra úrslitin og Abdullah hefur þegar greint frá því að hann muni gera það. Fram kom í tilkynningu að úrslit þessara ósönnu kosninga yrðu ekki samþykkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert