Fimm dæmdir til dauða fyrir morðið á Khashoggi

AFP

Fimm hafa verið dæmd­ir til dauða fyr­ir morðið á sádi­ar­ab­íska blaðamann­in­um Jamal Khashoggi í fyrra. 

Að sögn rík­is­sak­sókn­ara í Sádi-Ar­ab­íu, voru 11 ákærðir fyr­ir aðild að morðinu en Khashoggi var myrt­ur á ræðismanns­skrif­stofu lands­ins í Ist­an­búl í Tyrklandi. Helsti ráðgjafi krón­prins­ins var ekki meðal þeirra sem voru ákærðir. 

Sádi­ar­ab­ísk yf­ir­völd veittu í upp­hafi marg­ar mögu­leg­ar skýr­ing­ar á hvarfi Khashogg­is áður en sú skýr­ing var gef­in að hann hefði verið myrt­ur af sádi­ar­ab­ísk­um emb­ætt­is­mönn­um sem hefðu tekið mál­in í eig­in hend­ur. Khashoggi hefði svo lát­ist eft­ir að til átaka kom inni á ræðismanns­skrif­stof­unni.

Krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, Mohammed bin Salm­an, tók fulla ábyrgð á morðinu í sjón­varps­viðtali en þver­tók fyr­ir að hafa fyr­ir­skipað morðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert