35 almennir borgarar drepnir á aðfangadag

Franskir hermenn í Búrkína Faso.
Franskir hermenn í Búrkína Faso. AFP

Alls létu 35 almennir borgarar, nær allt konur, lífið í bænum Arbinda í Burkina Faso í gær í árásum jíhadista á bæinn og nærliggjandi herstöð. Að baki árásunum stóð hópur jíhadista á mótorhjólum, og vörðu þær í nokkrar klukkustundir áður en herinn greip inn í. Auk hinna látnu særðust 20 hermenn og sex almennir borgarar, og hefur tveggja sólarhringa þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.

Leiðtogar G5 Sahel-ríkjanna funduðu í Níger fyrr í mánuðinum, og kölluðu þar eftir frekari stuðningi alþjóðasamfélagsins gagnvart íslamskri hryðjuverkaógn. Herskáir ofbeldismenn hafa dreifst sér um hið stóra Sahel-svæði undanfarin ár, einkum Búrkína Faso og Níger eftir íslömsku uppreisnina í Malí 2012.

Hafa yfir 700 manns látið lífið í aðgerðum íslamista í Búrkína Faso frá átinu 2012, auk þess sem 560.000 hafa þurft að flýja heimili sín, að því er fram kemur í gögnum frá Sameinuðu þjóðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka