Stóra jólageitin í sænska bænum Gävle hefur fengið að vera í friði yfir jólin en litla geitin í bænum er ekki jafn heppin því kveikt var í henni í nótt. Einn er í haldi lögreglu í tengslum við íkveikjuna en að að sögn varðstjóra í lögreglunni, Thomas Gustafsson, þarf að renna af honum áður en hann verður yfirheyrður.
Í frétt sænska ríkissjónvarpsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um að geitin stæði í ljósum logum á hallartorginu í Gävle klukkan 1:30 í nótt. Að sögn Gustafsson verður sá drukkni yfirheyrður síðar í dag.
Ef stóra geitin sleppur við íkveikju aðra nótt verður það lengsta tímabil sögunnar sem ekki er reynt að kveikja í henni en verðir fylgjast með geitinni allan sólarhringinn.