Mál sexmenninganna tekið fyrir í dag

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu,
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Mál sex­menn­ing­anna sem kærðir hafa verið fyr­ir spill­ingu og pen­ingaþvætti í tengsl­um við Sam­herja­skjöl­in í Namibíu verður tekið fyrir seinna í dag. Þeir kröfðust þess að verða látn­ir laus­ir úr varðhaldi og segja hand­tök­urn­ar ólög­leg­ar. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. febrúar. 

Tveir fyrrverandi ráðherrar landsins, Bernhard Esau og Sacky Shanghala, auk hinna fjögurra, James Hatuikulipi, Tamson Hatuikluipi, Ricardo Gustavo og Pius Mwatelulo vörðu jólunum í gæsluvarðhaldi. 

Þeir fullyrða að handtaka þeirra hafi verið pólitísks eðlis og yfirvöld hafi verið undir þrýstingi að handtaka þá. 

Eftir að þeir voru handteknir kröfðust þeir þess að dóm­ur­inn tæki af­stöðu til þess að yf­ir­maður spill­ing­ar­lög­reglu hefði vísað máli þeirra til embætt­is rík­is­sak­sókn­ara. Þeir spurðu einnig hvað hefði búið að baki ákvörðun dóm­ara að hafa þá í haldi til 20. fe­brú­ar. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert