Mál sexmenninganna sem kærðir hafa verið fyrir spillingu og peningaþvætti í tengslum við Samherjaskjölin í Namibíu verður tekið fyrir seinna í dag. Þeir kröfðust þess að verða látnir lausir úr varðhaldi og segja handtökurnar ólöglegar. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. febrúar.
Tveir fyrrverandi ráðherrar landsins, Bernhard Esau og Sacky Shanghala, auk hinna fjögurra, James Hatuikulipi, Tamson Hatuikluipi, Ricardo Gustavo og Pius Mwatelulo vörðu jólunum í gæsluvarðhaldi.
Þeir fullyrða að handtaka þeirra hafi verið pólitísks eðlis og yfirvöld hafi verið undir þrýstingi að handtaka þá.
Eftir að þeir voru handteknir kröfðust þeir þess að dómurinn tæki afstöðu til þess að yfirmaður spillingarlögreglu hefði vísað máli þeirra til embættis ríkissaksóknara. Þeir spurðu einnig hvað hefði búið að baki ákvörðun dómara að hafa þá í haldi til 20. febrúar.