Trump og þöggunargreiðslurnar

Í lok febrúar svaraði Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps Bandaríkjaforseta, spurningum eft­ir­lits­nefndar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings um störf sín fyrir Trump og sakaði forsetann um að slá ryki í augu fjölmiðla varðandi fjölda viðkvæmra mála. Þar á meðal um viðskiptahagsmuni sína í Rússlandi þá illa fengna tölvupósta Demókrataflokksins.

Þá staðfesti lögmaðurinn sem starfaði í umboði Trumps í áratug að hann hefði greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Micheals fyrir að þegja um kynferðislegt samband sitt við Trump. Forsetinn hefði einnig sagt honum að neita því að hafa innt greiðslurnar af hendi. 

Cohen hlaut í kjölfarið þriggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa lýst sig sek­an um brot á lög­um um kosn­inga­sjóði, m.a. með því að greiða Daniels og Play­boy-fyr­ir­sæt­unni Kar­en McDougal fyr­ir að þegja um sam­band sitt við for­set­ann. 

Laugardaginn 28. desember fylgir sérblaðið Tímamót með Morgunblaðinu sem unnið er í samstarfi við bandaríska dagblaðið The New York Times. Jafnframt mun mbl.is birta myndskeið með fréttaskýringum bandaríska fjölmiðilsins um einstök mál á alþjóðavettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert