Kraftmikil bílsprengja sprakk á fjölförnu svæði í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, í morgun. Hið minnsta 76 eru látnir, þar af fjölmargir háskólanemar.
Sprengjan sprakk á fjölförnum gatnamótum, en þar er venjulega mikil umferð vegna öryggis- og tollhliða.
Bílsprengjur eru regluleg atvik í Mogadishu en sú sem þar sprakk í morgun er sú mannskæðasta í tvö ár.
Staðfest hefur verið að 76 séu látnir og 70 til viðbótar særðir. Tala látinna og særðra gæti átt eftir að hækka, samkvæmt yfirvöldum í Sómalíu.