Vilja að hætt verði við árlega flugeldasýningu

Um 100 gróðureldar eru í New South Wales hvar Sydney …
Um 100 gróðureldar eru í New South Wales hvar Sydney er staðsett. AFP

Rúmlega 250.000 manns hafa skrifað undir beiðni um að hætta við árlega flugeldasýningu í Sydney í Ástralíu á gamlárskvöld. Stjórnvöld eru í stað flugeldasýningarinnar hvött til þess að setja aukið fjármagn í aðgerðir gegn umfangsmiklum gróðureldum sem ógna borginni. 

Samkvæmt BBC var 5,8 milljónum ástralska dollara, því sem jafngildir um hálfum milljarði íslenskra króna, eytt í hina árlegu flugeldasýningu á síðasta ári. 

Segir í beiðninni að rétt væri að hætta við flugeldasýninguna þar sem hún gæti „sært fólk“ sem þurfi að eiga við „nægan reyk í andrúmsloftinu“. 

Borgarstjóri Sydney, Clover Moore, segir að af flugeldasýningunni verði úr þessu. Moore skrifaði umsögn undir beiðnina þar sem hún segist votta þeim sem undir beiðnina skrifuðu samúð sína, en að sýningin hafi verið skipulög fyrir 15 mánuðum síðan og að búið væri að greiða fyrir sýninguna. 

„Við getum ekki hætt við flugeldana og jafnvel þó við gerum það, myndi það hafa afar lítil hagnýt áhrif,“ skrifaði Moore. 

Þrátt fyrir þessi ummæli Moore segja þeir Ástralar sem skrifuðu undir beiðnina að flugeldasýningin væri „móðgandi“. 

„Ástralir um allt land þurfa fjármagn til þess að endurbyggja skóla, heimili þeirra. Þetta er spurning um forgangsröðun og hérna sýnum við að okkur sé ekki sama,“ er skrifað undir beiðnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert