Stunguárás í París

Talið er að fjórir vegfarendur hafi hlotið stungusár.
Talið er að fjórir vegfarendur hafi hlotið stungusár. AFP

Franska lögreglan skaut fyrir skömmu mann til bana sem hafði stungið gangandi vegfarendur í garði nærri París með eggvopni. 

Árásarmaðurinn lést skömmu eftir að hann var skotinn í bænum Villejuif, sem er um 7 kílómetra suður af höfuðborginni. 

Samkvæmt BBC hlutu fjórir stungusár í árásinni. Þar af er einn talinn vera alvarlega slasaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert