Heilu hverfin á kafi og 60 látnir

Flóðin hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu.
Flóðin hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu. AFP

60 eru látnir í miklum flóðum sem herja á Indónesíu. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að vatnavextir muni aukast enn frekar. Indónesískar björgunarsveitir flugu í þyrlum fullum af mat og köstuðu honum niður til bágstaddra svæða í dag.

Ofsafengnar rigningar sem hófust á gamlárskvöld komu af stað skyndiflóðum og skriðuföllum en flóðin eru á meðal þeirra mannskæðustu sem hafa herjað á Indónesíu á síðustu árin. Jakarta hefur orðið verst úti í flóðunum en þar búa um 30 milljónir manns. 

Björgunarsveitarmenn hjálpa veikri konu í leit að læknisaðstoð að komast …
Björgunarsveitarmenn hjálpa veikri konu í leit að læknisaðstoð að komast yfir á. AFP

Í nágrannaríkinu Lebak, þar sem að minnsta kosti sex eru látnir, kastaði starfsfólk hersins og lögreglunnar kössum með matvælum og öðrum nauðsynjum á svæði sem ekki er hægt að komast til eftir að vegir og brýr skemmdust í flóðunum.

Meira en 170.000 manns hafa nú þegar leitað skjóls í athvarfi fyrir þau sem eru án heimilis í Jakarta eftir að heilu hverfin fóru á kaf í flóðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert