Rafmagnsvír í herbergi Epstein

Jeffrey Epstein notaði að sögn lak í fangaklefa sínum til …
Jeffrey Epstein notaði að sögn lak í fangaklefa sínum til að fremja sjálfsvíg. AFP

Rúmföt, rafmagnsvír, blöð og penni voru meðal þess sem fannst í klefa fangans Jeffrey Epstein þegar komið var að honum látnum í ágústmánuði. Þetta kemur fram í útdrætti úr fréttaskýringaþættinum 60 Minutes, en andlát Epstein verður tekið fyrir í þættinum á morgun.

Epstein fannst látinn um klukkan 6:30 að morgni laugardagsins 10. ágúst, en greint er frá því í þættinum að hann sé talinn hafa látist tveimur tímum fyrr.

Fang­els­is­mála­skrif­stofa bandaríska dómsmálaráðuneyt­is­ins hef­ur verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að hafa ekki sér­staka vakt á Ep­stein eft­ir að hann fannst í klefa sín­um þremur vikum fyrr með áverka sem bentu til sjálfs­vígstilraun­ar.

Heim­ild­armaður New York Times seg­ir að þegar tek­in hafi verið ákvörðun um að hætta sjálfs­vígs­vakt yfir Ep­stein hafi fang­elsið upp­lýst dóms­málaráðuneytið um að hann myndi hafa klefa­fé­laga og að vörður myndi líta inn í klef­ann á hálf­tíma fresti. Hefur því bersýnilega ekki verið fylgt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert