Thunberg breytti nafni sínu í Sharon

Greta Thunberg varð 17 ára í gær.
Greta Thunberg varð 17 ára í gær. AFP

Loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg breytti í gær nafni sínu á samfélagsmiðlinum Twitter í Sharon. Breytinguna gerði hún til heiðurs leikkonunni Amöndu Henderson.

Henderson var meðal þátttakenda í spurningaleiknum Celebrity Mastermind á BBC í gær. Þar var hún spurð um nafnið á sænska loftslagsaðgerðasinnanum sem hefði í fyrra gefið út bókina No one is too small to make a difference. Þessi lýsing klingdi engum bjöllum hjá leikkonunni, sem hristi hausinn og giskaði á „Sharon“.

Trúðu margir netverjar ekki sínum eigin augum enda vinsældir Thunberg umtalsverðar, en hún var til að mynda kjörin manneskja ársins 2019 hjá tímaritinu Time.

Thunberg á það til að leika sér á Twitter-reikningi sínum, en hún hefur til að mynda í tvígang breytt lýsingunni á sjálfri sér á miðlinum í samræmi við ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hana.

Í desember, eftir að Thunberg var útnefnd manneskja ársins hjá Time, sagði Trump á Twitter að hún yrði að vinna í reiðivandamálum sínum og ætti að horfa á góða bíómynd með vinum. Tók Greta sig þá til og breytti lýsingunni á sjálfri sér, tímabundið, í „Tán­ing­ur sem er að vinna í reiðivanda­mál­um sín­um. Hangi með vin­um og horfi á góða mynd.“ 

Breytingin var þó ekki varanleg og hefur Thunberg nú breytt til baka í sitt rétta nafn. 

Greta Thunberg brá á leik og kallaði sjálfa sig Sharon …
Greta Thunberg brá á leik og kallaði sjálfa sig Sharon á Twitter í gær. Skjáskot af síðu Gretu Thunberg í gær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka