Bresk herskip send inn á Persaflóa

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Tekin hefur verið ákvörðun um að senda tvö bresk herskip inn á Persaflóa með þær fyrirskipanir að „grípa til allra nauðsynlegra ráða til þess að verja skip okkar og borgara“ í kjölfar þess að Bandaríkjaher felldi háttsettan íranskan hershöfðingja.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að um sé að ræða tundurspillinn HMS Defender og freigátuna HMS Montrose. Hlutverk herskipanna verður að veita breskum flutningaskipum vernd á leið þeirra um Persaflóa.

Bandarísk herskip eru á Persaflóa og hafa þau veitt meðal annars breskum flutningaskipum vernd að undanförnu. Bresk stjórnvöld leggja nú mat á þá hættu sem breskir hagsmunir á svæðinu kunni að standa frammi fyrir að því er segir í fréttinni.

Fundir eru fyrirhugaðir á milli breskra og bandarískra ráðamanna vegna stöðunnar. Þá hafa einnig verið skipulagðir fundir með frönskum og þýskum ráðamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka