Reiðubúnir að ráðast á 52 skotmörk

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flytur ávarp um deiluna við Íran …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flytur ávarp um deiluna við Íran í gær. AFP

Banda­ríkja­menn eru reiðubún­ir að ráðast á 52 skot­mörk í Íran með skömm­um fyr­ir­vara komi til þess að ír­önsk stjórn­völd ráðist gegn banda­rísk­um hags­mun­um í kjöl­far þess að Banda­ríkja­her felldi Qa­sem So­leimani, hátt­sett­an ír­ansk­an hers­höfðingja, aðfaranótt föstu­dags­ins. Þetta sagði Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, í gær.

Tal­an 52 vís­ar til þess fjölda banda­rískra gísla sem tekn­ir voru til fanga í banda­ríska sendi­ráðinu í Teher­an, höfuðborg Írans, árið 1979 þegar keis­ara­stjórn lands­ins var steypt af stóli og klerka­stjórn­in tók við völd­um. Trump sagði að ýmis þeirra skot­marka sem væru í sigti Banda­ríkja­manna hefðu mikla þýðingu fyr­ir Íran og ír­anska menn­ingu.

Mótmæli Í Íran í morgun gegn Bandaríkjamönnum vegna vígs Qasems …
Mót­mæli Í Íran í morg­un gegn Banda­ríkja­mönn­um vegna vígs Qa­sems So­leimani. AFP

For­set­inn sagði að Banda­rík­in myndu bregðast mjög hratt við ef þess gerðist þörf og að um yrði að ræða stærri árás­ir en Íran­ar hefðu nokk­urn tím­ann orðið fyr­ir. Til þess myndu Banda­ríkja­menn nota nýj­ustu hernaðar­tækni sína án þess að hika. Sagði Trump að banda­rísk stjórn­völd vildu að Íran­ar hættu að ógna banda­rísk­um hags­mun­um.

Trump lét um­mæl­in falla í kjöl­far þess að víga­sam­tök hlynnt Írön­um vöruðu íraska her­menn við því að vera nærri banda­rísk­um her­stöðvum í Írak og sögðu flug­skeyt­um beint að stöðvum Banda­ríkja­manna. Tveim­ur flug­skeyt­um var í gær skotið að banda­rískri her­stöð í Írak. Íran­ar hafa hótað grimmi­leg­um hefnd­um í kjöl­far vígs So­leiman­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert