Bandaríkjaher undirbýr brottflutning frá Írak

Dvöl Bandaríkjahers í Írak er senn á enda.
Dvöl Bandaríkjahers í Írak er senn á enda. AFP

Yfirmenn bandaríska hersins hafa upplýst samstarfsmenn sína í íraska hernum um að þeir séu að undirbúa brottflutning frá Írak. Yfirlýsingin kemur aðeins degi eftir að Íraksþing samþykkti þingsályktun þar sem þess var krafist að erlendir hermenn yfirgæfu Írak.

Þingsályktunin var sett fram í kjölfar þess að íranski hershöfðinginn Qa­sem So­leimani var drepinn af Bandaríkjaher aðfaranótt föstudags sl.

Yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, William Seely, sendi yfirmönnum íraska hersins skeyti þar sem hann sagði að hersveitir sínar myndu byrja „að færa sig um set á næstu dögum og vikum“.

Fulltrúar varnarmálaráðuneyta Bandaríkjanna og Íraks hafa staðfest tilvist og efni skeytisins.

Bandaríkjaher notaði dróna í árásinni sem leiddi til dauða Qa­sem …
Bandaríkjaher notaði dróna í árásinni sem leiddi til dauða Qa­sem So­leimani. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert