Hetja eða hryðjuverkamaður?

„Hann var mik­il­væg­ari en for­set­inn, ræddi við all­a valda­hópa í Íran, var með beina línu inn til æðsta klerks­ins og bar ábyrgð á stefnu Íran á svæðinu,“ seg­ir Dina Es­fandi­ary hjá hug­veit­unni Cent­ury Foundati­on. Þú verður vart mik­il­væg­ari en það, bæt­ir hann við er hann er beðinn um að lýsa Qa­sem So­leimani sem Banda­ríkja­her drap í dróna­árás að til­skip­an for­seta Banda­ríkj­anna aðfar­anótt föstu­dags. Manni sem er ým­ist lýst sem hetju eða hryðju­verka­manni.

AFP

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachusetts, segir árásina á Soleimani fyrst og fremst ögrun og grafalvarlega. Þarna sé ráðist á háttsettan herforingja sem var í opinberum erindagjörðum í Írak ef marka má orð forsætisráðherra Íraks, Adel Abdul Mahdi, sem segir að Soleimani hafi verið að koma til landsins sem milligöngumaður í deilu Bandaríkjanna og Íraks. Með drápinu hafi Írakar verið leiddir í ákveðna gildru og ríkisstjórn landsins sett í vanda. Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur íraska þingið óskað eftir því að Bandaríkjaher yfirgefi landið en um fimm þúsund bandarískir hermenn eru í Írak.

Qa­sem So­leimani, sem einnig er þýtt úr pers­nesku sem Qassem Su­leimani eða Qassim So­leimani, er ekki fædd­ur með silf­ur­skeið í munni held­ur bónda­son­ur frá Ra­bord-þorp­inu í aust­ur­hluta Írans. Hann fædd­ist 11. mars 1957 og því 62 ára gam­all er hann lést 3. janú­ar. Hann lauk fimm ára grunn­skóla­námi, en skóla­skyld­an var ekki lengri á þess­um tíma í Íran, og fór síðan til borg­ar­inn­ar Kerm­an þegar hann var 13 ára gam­all til að vinna í bygg­ing­ar­vinnu fyr­ir skuld­um fjöl­skyld­unn­ar. Hann lyfti lóðum í frí­tíma sín­um auk þess að hlýða á pre­dik­an­ir rót­tæks klerks, Hojjat Kamyab.

Magnús Þorkell Bernharðsson.
Magnús Þorkell Bernharðsson. Ljósmynd/Williams College

Fljót­lega eft­ir fall keis­ar­ans gekk So­leimani til liðs við bylt­ing­ar­verði Írans og hlaut þar sína einu herþjálf­un, tveggja mánaða þjálf­un­ar­nám­skeið. Góðar gáf­ur, hug­rekki, mis­kunn­ar­leysi og heppni sem rann sitt ævi­skeið í síðustu viku varð til þess að þegar hann lést var hann einn áhrifa­mesti ein­stak­ling­ur­inn í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Þrátt fyr­ir að vera Írani og bú­sett­ur þar var Qa­sem So­leimani senni­lega áhrifa­mesti maður­inn í Írak og hef­ur verið það allt frá falli Saddam Hus­sein. Hann lagði lín­urn­ar við mynd­un rík­is­stjórna, stýrði stjórn­mála­stefnu Íraks og árum sam­an bar hann ábyrgð á árás­um á her­menn í her Banda­ríkj­anna í land­inu.

Fyr­ir rúm­um ára­tug sendi hann Dav­id Petra­eus, sem þá var ný­tek­inn við sem yf­ir­hers­höfðingi Banda­ríkja­hers í Írak, eft­ir­far­andi texta­skila­boð: „Kæri Petra­eus hers­höfðingi, þú ætt­ir að vita að ég stýri stefnu Írans í Írak, Líb­anon, Gaza og Af­gan­ist­an.“

Á þess­um tíma var Sýr­land ekki talið með en þegar borg­ara­styrj­öld­in hófst þar árið 2011 fór So­leimani úr skugga njósna­meist­ar­ans í kast­ljós alþjóðasam­fé­lags­ins. Hann studdi for­seta Sýr­lands, Bash­ar al Assad, í gegn­um súrt og sætt og tryggði stöðu hans í embætti.

AFP

Talið er að So­leimani hafi átt hlut að máli í fjöl­mörg­um hryðju­verka­árás­um og víg­um í heim­in­um, allt frá morðinu á for­sæt­is­ráðherra Líb­anon, Rafik Har­iri, árið 2005 og tveim­ur sprengju­til­ræðum í Bu­enos Aires á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar en alls lét­ust yfir 100 manns í þeim.

Eitt fyrsta verk­efni So­leimani hjá ír­önsku bylt­ing­ar­vörðunum var að aðstoða aðskilnaðarsinna Kúrda í norðvestri. Næsta verk­efni var stríðið á milli Írans og Íraks sem hófst með inn­rás Íraks í Íran 1980. Átta ára stríð ríkj­anna kostaði líf yfir millj­ón­ar manna hjá báðum þjóðum.

Magnús Þorkell segir að Soleimani hafi verið mjög áhugaverður einstaklingur. Hann hafi hlotið takmarkaða menntun og fyrst vakið athygli fyrir framgöngu sína í stríðinu við Írak. Margir hafi séð í honum framtíðarleiðtoga sem ekki var klerkur en mjög afkastamikill í starfi sínu hjá byltingarvörðunum.

Ali Khamenei við kistu Soleimani í morgun.
Ali Khamenei við kistu Soleimani í morgun. AFP

Að stríðinu loknu beind­ust sjón­ir hans að bar­átt­unni við fíkni­efna­smygl á landa­mær­um Af­gan­ist­ans. Góður ár­ang­ur hans þar varð til þess að tryggja hon­um her­for­ingja­stöðu yfir Quds-sér­sveit­un­um sem hafa það verk­efni að sinna hags­mun­um Írans er­lend­is. Quds-sveit­irn­ar (en nafnið kem­ur úr ar­ab­ísku og þýðir Jerúsalem og vís­ar til þess að sveit­irn­ar voru stofnaðar til þess að ná yf­ir­ráðum yfir borg­inni) heyra ekki und­ir for­seta lands­ins held­ur beint und­ir erkiklerk­inn sem er mun valda­meiri en for­seti lands­ins.

Magnús segir að ef hugmyndin á bak við morðið hafi verið sú að veikja byltingarverðina sé ólíklegt að þeim verði að ósk sinni því aðrir komi í hans stað og lítil miðstýring sé innan hersveitanna.

Þrátt fyr­ir að starfs­svið So­leimani hafi einkum verið er­lend­is var hann afar áhrifa­mik­ill í Íran og fljót­lega eft­ir að hann tók við stjórn Quds árið 1998 var hann meðal hóps her­for­ingja í bylt­ing­ar­verðinum sem vöruðu for­seta Írans, Mohammad Khatami, við því að láta mót­mæli stúd­enta af­skipta­laus. Að öðrum kosti myndu þeir grípa inn. Þetta varð vænt­an­lega til þess að lög­regl­an braut mót­mæl­in á bak aft­ur líkt og hún gerði ára­tug síðar.

AFP

Á sama tíma og hann er tal­inn hafa stýrt árás­um á Banda­rík­in studdi hann Banda­rík­in, helsta and­stæðing sinn, í bar­átt­unni við talib­ana eft­ir 11. sept­em­ber 2001 og síðar myndaði hann óop­in­bert banda­lag með Banda­ríkja­mönn­um í bar­átt­unni gegn víga­sveit­um Rík­is íslams.

Árið 2013 sagði John Maguire, sem stýr­ir stofn­un sem fer með hryðju­verka­varn­ir Banda­ríkj­anna en var áður hjá CIA, í viðtali við The New Yor­ker að So­leimani væri valda­mesti ein­stak­ling­ur­inn í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Ítrekað hef­ur verið reynt að drepa So­leimani án ár­ang­urs en fyr­ir átján mánuðum tókst Banda­ríkja­her nán­ast ætl­un­ar­verkið. Í kjöl­farið varaði hann Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, við og sagði að hann myndi hefja stríðið en Íran­ar myndu ljúka því.

AFP

Eft­ir því sem So­leimani varð þekkt­ari op­in­ber­lega juk­ust vin­sæld­ir hans í heima­land­inu. Heim­ild­ar­mynd­ir, fréttaþætt­ir og jafn­vel pop­p­lög voru til­einkuð hon­um. Hann lét held­ur ekki sitt eft­ir liggja og var dug­leg­ur við að láta mynda sig með her­mönn­um á víg­vell­in­um og pískrað var um að hann stefndi á embætti for­seta. Orðróm­ur sem hann neitaði að standa á bak við.

En þegar kallið kom var það blóðugt og skyndi­legt. Banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið greindi frá því 3. janú­ar að hernaðaraðgerð hon­um til höfuðs hafi skilað ár­angri og aðgerðin hafi verið und­ir leiðsögn for­seta Banda­ríkj­anna.

AFP

Árásin var gerð með dróna og segir Magnús Þorkell að margir séu áhyggjufullir vegna þess því áður hafi aðeins CIA notað dróna en nú sé Bandaríkjaher farinn að beita þeim í hernaði. Drónar séu mun nákvæmari en herþotur og því sé auðveldara að hæfa skotmörk með mikilli nákvæmni. Augljóst sé að Bandaríkjamenn fengu upplýsingar um ferðir Soleimani einhvers staðar frá. Hvort sem það er frá Mossad, leyniþjónustu Ísraels, eða annars staðar frá. Það veki líka spurningar um framhaldið hvað varðar Ísraela og stöðu forsætisráðherra landsins, Benjamins Netanyahu. Eins hvað Rússar muni gera og Kínverjar en leiðtogar ríkjanna beggja hafa gagnrýnt árásina á Soleimani.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að árásum verði svarað af …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að árásum verði svarað af þunga. AFP

Trump hef­ur ekki legið á skoðunum sín­um í garð So­leimani enda er talið að hann hafi stutt dyggi­lega við Hez­bollah í Líb­anon og Ham­as í Palestínu. Allt frá inn­rás Banda­ríkja­hers í Írak árið 2003 studdi So­leimani víga­sam­tök í að gera árás­ir á banda­ríska her­menn og her­stöðvar með þeim af­leiðing­um að hundruð lét­ust.

Hann er líka tal­inn hafa haft mik­il áhrif á stöðu Assad for­seta Sýr­lands líkt og hér kom að fram­an og hvernig hann beitt her sín­um gegn upp­reisn­ar­hóp­um árið 2011. Talið er að Assad geti þakkað Íran og Rúss­um fyr­ir að hafa haldið völd­um í Sýr­landi en rík­in tvö hafa tekið mik­inn þátt í loft­árás­um og öðrum hernaði í héruðum þar sem stjórn­ar­and­stæðing­ar höfðu náð völd­um.

AFP

So­leimani mætti ít­rekað í út­far­ir Írana sem voru drepn­ir í Sýr­landi og Írak og fór oft til Líb­anon, Sýr­lands og Írak en áhrif Írana hafa auk­ist jafnt og þétt í þess­um lönd­um und­an­far­in ár. Þegar hann var drep­inn var hann á leið frá flug­vell­in­um í Bagdad með fleir­um, þar á meðal Abu Mahdi al-Muhand­is, sem stýrði her­sveit­um Kataib Hez­bollah, sem einnig lést í árás­inni.

Í apríl í fyrra lýsti ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Mike Pom­peo, bylt­ing­ar­vörðum Írans og Quds-her­sveit­unum sem hryðju­verka­sam­tökum. Rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna seg­ir að Quds hafi fjár­magnað, þjálfað og út­vegað hryðju­verka­hóp­um í Mið-Aust­ur­lönd­um vopn, þar á meðal Hez­bollah og víga­sam­tök­unum Íslamskt ji­had (Palest­ini­an Islamic Ji­had) sem eru með höfuðstöðvar í Gaza.

Enn á eft­ir að koma í ljós hver áhrif­in af dráp­inu á So­leimani verða á vænt­ing­ar yf­ir­valda í Íran um að byggja upp veldi síja-mús­líma. Hann kom að stjórn stríða í Írak, Sýr­landi, Líb­anon og Jemen og breytti stöðunni í sýr­lenska stríðinu og herti tök Írans á Írak. Dauði hans á vænt­an­lega eft­ir að valda frek­ari spennu á þessu svæði á sama tíma og marg­ir krefjast hefnda.

MQ-9 Reaper-dróni.
MQ-9 Reaper-dróni. AFP

Sér­stakt ástand var í miðborg Teher­an í morg­un þegar fólk streymdi þangað til að minn­ast Qa­sem So­leimani, hetj­unn­ar sem var drep­in í árás Banda­ríkja­hers. Ung­ir og gaml­ir tróðust sam­an öxl í öxl um göt­ur borg­ar­inn­ar. „Hann var hetja. Hann varðist Daesh (Ríki íslams),“ sagði ung kona sem fréttamaður AFP ræddi við í morg­un. „Það sem Banda­rík­in gerðu er glæp­ur. Ég er hér til þess að syrgja píslar­vott. Það verður að bregðast við en við vilj­um ekki stríð. Það vill eng­inn stríð,“ bætti hún við.

Sam­kvæmt frétt í rík­is­sjón­varp­inu í Íran voru marg­ar millj­ón­ir á göt­um úti til þess að syrgja og æðsti klerk­ur lands­ins, Ali Khamenei, hef­ur hótað Banda­ríkj­un­um hefnd­um. Khamenei grét yfir kistu So­leimani í morg­un en auk hans voru fimm aðrir, sem einnig dóu sem píslar­vottar, born­ir til graf­ar í dag.

Zeinab Soleimani flutti líkræðu við útför föður hennar í dag.
Zeinab Soleimani flutti líkræðu við útför föður hennar í dag. AFP

Í fyrstu ríkti þögn eða þangað til barn klifraði upp í tré og kallaði: Dauðinn bíður Banda­ríkj­anna. Fólk allt í kring tók und­ir og fljót­lega barst há­vært söngl um all­ar göt­ur, dauðinn bíður Banda­ríkj­anna og dauðinn bíður kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar í Sádi-Ar­ab­íu.

Drápið hef­ur þegar haft mik­il áhrif en enn er óljóst hvert fram­haldið verður. Hvort hót­an­ir Khamenei og Trumps verða að veru­leika eður ei.

Magnús Þorkell á ekki von á því að Íran fari í stríð við Bandaríkin enda óðs manns æði. Hann segist frekar eiga von á því að Íranar geri árásir á bandarísk skotmörk en hvar, hvenær eða með hvaða hætti sé ómögulegt að segja til um. Drápið á Soleimani muni þjappa írönsku þjóðinni saman en undanfarið hefur ríkt mikil óánægja meðal margra Írana í garð stjórnvalda. Það muni eflaust breytast nú líkt og myndir frá útförinni í dag sýna þar sem milljónir syrgi Soleimani.

Adel Abdul Mahdi var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í íraska þinginu í …
Adel Abdul Mahdi var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í íraska þinginu í gær. AFP

Meðal þeirra eru fjölmargir umbótasinnar sem eru andsnúnir ríkisstjórn Hassan Rouhani en líta á drápið á Soleimani sem árás á alla Írana. Eða líkt og háskólastúdent, sem New York Times ræddi við í dag, sagði: Ég taldi mig öruggan vitandi af honum. Dóttir Soleimani, Zeinab Soleimani, sagði í líkræðu í dag að Bandaríkin og Ísrael stæðu frammi fyrir myrkum dögum. „Þú bilaði Trump, táknmynd fáviskunnar, þræll síonista, ekki láta þig dreyma um að morðið á föður mínum muni binda endi á allt.“

Enn á eftir að koma í ljós hvaða áhrif atkvæðagreiðslan á íraska þinginu á eftir að hafa. Talsmaður forsætisráðherrans segir að hlutverk bandarískra hermanna verði takmarkað við þjálfun og ráðgjöf. Þeim verði ekki heimilt að yfirgefa herstöðvar sínar eða að fljúga innan íraskrar lofthelgi á meðan ákvörðun um framhaldið verður tekin.

Þrátt fyrir að atkvæðagreiðslan í gær, þar sem samþykkt var mótatkvæðalaust að vísa bandarískum hermönnum úr landi, sé ekki bindandi er ljóst að Mahdi styður tillöguna.

AFP

Árásin er af mörgum álitin brot á fullveldi landsins og í gær var greint frá því að utanríkisráðuneytið hafi kallað sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund og eins fögnuðu stjórnvöld í Íran niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

AFP

Mahdi var harðorður í gær en heldur dró úr því í dag eftir að hann ræddi í síma við forseta Frakklands, Emmanuel Macron, og að því samtali loknu sagðist Mahdi hafa sammælst við Macron um að ræða málin áfram og ekki yrði tekin ákvörðun að óathuguðu máli. Þeir hafi rætt um að brotthvarf erlendra hersveita frá Írak yrði með þeim hætti að það hefði ekki slæm áhrif á baráttuna við Ríki íslams og að fullveldi Íraks yrði tryggt. Jafnframt samband Íraks við alþjóðlegt samstarf í baráttunni við Ríki íslams í Írak. Það er eitthvað sem erfitt er að framkvæma án aðkomu Bandaríkjahers því afar ólíklegt er að hermenn annarra ríkja verði þar áfram í fjarveru Bandaríkjahers. 

Meðal annars byggt á fréttum AFP, BBC, Guardian, CNN, New York Times og Politiken auk viðtals við Magnús Þorkel Bernharðsson í síma í dag.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert