Sendiherrar NATO boðaðir á fund

AFP

Sendiherrar aðildarríkja NATO munu halda aukafund í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. Ástandið í Mið-Austurlöndum verður til umræðu á fundinum.

Framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg, boðaði til fundarins eftir að hafa ráðfært sig við fulltrúa bandalagsríkjanna. Sendiherrarnir hittast reglulega á fundum en fundurinn í dag var settur á dagskrá með stuttum fyrirvara í kjölfar ákvörðunar NATO á laugardag um að aflýsa þjálfunarverkefni í Írak í kjölfar dráps á íranska herforingjanum Qassem Soleimani á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert