Trump hótar Írökum

Syrgjendur minnast Qasem Soleimani í Teheran í morgun.
Syrgjendur minnast Qasem Soleimani í Teheran í morgun. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar Írökum hörðum refsiaðgerðum í kjölfar þess að íraska þingið samþykkti að fara fram á að bandarískir hermenn myndu yfirgefa landið.

Að sögn Trump kostaði flugstöð Bandaríkjahers í Írak gríðarlega fjármuni og hafi kostað bandarísku þjóðina milljarða Bandaríkjadala að byggja hana. „Við förum ekki nema þeir endurgreiði okkur,“ sagði Trump við fréttamenn í gærkvöldi.

Frétt BBC

Mikil spenna er á þessu svæði eftir að Bandaríkjamenn drápu íranska herforingjann Qasem Soleimani í Bagdad í síðustu viku og hafa Íranar hótað hefndum. 

AFP

Soleimani, sem var 62 ára, var í fylkingarbrjósti í hernaðaraðgerðum Íran í Mið-Austurlöndum og var talinn hryðjuverkamaður af Bandaríkjunum. Líkamsleifar hans hafa verið fluttar til heimalandsins og er gríðarlegur mannfjöldi á götum úti í höfuðborg Írans, Teheran, þar sem Soleimani er minnst.

Nýr yfirmaður Quds-hersveitanna, sem Soleimani leiddi, Esmail Qaani, segir að reynt verði að koma Bandaríkjamönnum frá Mið-Austurlöndum og að hersveitirnar muni halda starfi Soleimani áfram. 

Æðstiklerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, var við útför Soleimeni í morgun og bað bænir yfir kistu herforingjans.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert