Það logar eldur í fleiri bílum í bílastæðahúsi við flugvöllinn í Stafangri í Noregi. Hluti bílastæðahússins hefur þegar hrunið til jarðar og óttast Nils Erik Haagenrud, slökkviliðsstjórinn í Rogalandi, að byggingin í heild sinni gæti hrunið. „Nú gerist það sem við vonuðum að myndi ekki gerast, eldurinn smitar milli hæða,“ hefur Aftenposten eftir Haagenrud.
Fram kemur í umfjöllun Verdens Gang að öll flugumferð um flugvöllinn hafi verið stöðvuð um óákveðin tíma. Þá sé mikill og þykkur svartur reykur á svæðinu og vinnur slökkviliðið hörðum höndum að því að ná tökum á brunanum. Talið er að fleiri bílar séu gereyðilagðir.
„Hluti af burðarvirkinu í bílastæðahúsinu, þar sem eldur logar í fleiri bílum, hefur gefið eftir. Hætta er á að húsið taki að hrynja og hafa reykkafarar því yfirgefið bílastæðahúsið,“ segir Victor Fenne-Jensen, aðgerðarstjóri slökkviliðsins.
Well the airport in my city (stavanger) is on fire 😨 pic.twitter.com/kLHC5VEC9P
— Green 💚(SUSPENDED 🥺) follow @emilysbasic pls🥺🥺 (@Greenjzz1) January 7, 2020